Fótbolti

"Flugið hingað var rándýrt"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Kristjánsson er klár í slaginn.
Ólafur Kristjánsson er klár í slaginn. Mynd/Vilhelm

„Við erum með takmarkaðan fjárhag. Flugið hingað var rándýrt. Ég held að atvinnumennska sé ekki á dagskrá hjá okkur en við höldum í vonina," sagði Ólafur Kristjánsson laufléttur á blaðamannafundi í Kasakstan í gær.

Ólafur hafði verið spurður að því hvort Breiðablik myndi fá heimsklassa leikmenn til liðs við liðið tækist því að komast á næsta stig keppninnar.

Blikar mættu til Kasakstan í gær eftir nokkuð langt ferðalag. Tímamismunurinn á Íslandi og Kasakstan er heilar sex klukkustundir auk þess sem afar heitt er eystra.

Blaðamenn í Kasakstan spurðu Ólaf hvort einhverjir stuðningsmenn Blika hefðu fylgt liðinu.

„Því miður. Eftir leikina gegn Sturm var áhugi á að fylgja okkur. Hins vegar komu upp vandamál að fá vegabréfsáritun til Kasakstan. Óvíst var hvort Aktobe eða Hödd færi áfram í næstu umferð. Þar tapaðist dýrmætur tími."

Þjálfari Blika var einnig spurður að því hvort hann hefði teflt fram varaliði í síðasta deildarleik líkt og kollegar hans hjá Aktobe gerðu.

„Ungir leikmenn spiluðu þann leik en lið okkar er í raun byggt upp á ungum leikmönnum. Við stillum samt alltaf upp sterku liði því allar keppnir skipta okkur máli; Evrópudeildin, íslenska deildin og bikarkeppnin."

Leikur Aktobe og Breiðabliks hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.