Fótbolti

Leik lokið: Aktobe - Breiðablik 1-0 | Sigurmarkið í uppbótartíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Vilhelm

Aktobe vann Breiðablik 1-0 á Tsentralny-vellinum í Aktobe í Kasakstan.
Um var að ræða fyrri viðureign liðana í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram fyrir framan 12800 manns.

Blikar voru virkilega þéttir í leiknum og gáfu fá færi á sér. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðbliks, átti stórleik og varði allt sem kom á markið. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma fékk Aktobe dæmda vítaspyrnu þegar Þórður Steinar braut á leikmanni Aktobe innan vítateigs. Blikar urðu æfir af reiði og fannst dómurinn rangur.

Þórður Steinar hljóp í raun fyrir aftan leikmann Aktobe sem var klókur og flækti sér utan í Blikann. 

Marat Khayrullin fór á punktinn og skoraði sigurmarkið en liðin mætast á ný á fimmtudaginn í næstu viku og þá á Laugardalsvelli.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.