Fótbolti

Frábærar vörslur hjá Gulla í Kasakstan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Breiðablik tapaði fyrri leik sínum gegn Aktobe frá Kasakstan 1-0. Eftir hetjulega frammistöðu Blika skoruðu heimamenn sigurmarkið á 90. mínútu úr vítaspyrnu.

Gunnleifur Gunnleifsson stóð vaktina svo sannarlega vel í marki Blika líkt og hann hefur gert í öllum leikjum Blika í keppninni. Markið var það fyrsta sem liðið fær á sig í fimm leikjum í forkeppni Evrópudeildar. Þá hélt liðið einnig hreinu í síðasta Evrópuleik sínum, 2-0 sigri á Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sumarið 2011.

Í spilaranum að ofan má sjá helstu atvik úr leiknum í Aktobe í gær. Íþróttastöðin í Kasakstan kýs þó að sýna ekki brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar í blálokin. Blikar voru afar ósáttir og töldu dóminn rangan.

Gunnleifur, sem varði vítaspyrnu frá liðsmanni St. Coloma í 1. umferðinni, var svo hársbreidd frá því að verja spyrnu heimamanna.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.