Lífið

Vinnie Jones á Íslandi

Vinnie Jones er þekktur fyrir að leika hörkutól.
Vinnie Jones er þekktur fyrir að leika hörkutól. mynd/afp

Leikarinn og knattspyrnugoðsögnin Vinnie Jones er mættur til landsins. Þetta staðfestir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm.

„Já, hann er kominn til landsins til að leika í rússnesku kvikmyndinni Calculator,” segir Árni en Sagafilm er rússneska tökuliðinu innan handar við framleiðsluna. Árni má ekki fara nánar út í hvaða karakter Vinnie leikur í myndinni en hann er þekktur fyrir að vera mikið hörkutól.

Calculator er fyrsta rússneska geimmyndin af þessari stærðargráðu og fara tökur fram víðs vegar um landið.

Árni Björn Helgason. mynd/gva

Vinnie gerði garðinn frægan sem knattpyrnumaður og lék meðal annars með Leeds United og Chelsea áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand.

Vinnie bætist í stóran hóp stjarna sem hafa heimsótt Ísland upp á síðkastið en þar má helst nefna hjartaknúsarann Ryan Gosling og kærustu hans Evu Mendes, leikkonuna Susan Sarandon og sjarmörinn Alexander Skarsgård.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.