Lífið

Vinnie Jones á Íslandi

Vinnie Jones er þekktur fyrir að leika hörkutól.
Vinnie Jones er þekktur fyrir að leika hörkutól. mynd/afp
Leikarinn og knattspyrnugoðsögnin Vinnie Jones er mættur til landsins. Þetta staðfestir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm.

„Já, hann er kominn til landsins til að leika í rússnesku kvikmyndinni Calculator,” segir Árni en Sagafilm er rússneska tökuliðinu innan handar við framleiðsluna. Árni má ekki fara nánar út í hvaða karakter Vinnie leikur í myndinni en hann er þekktur fyrir að vera mikið hörkutól.

Calculator er fyrsta rússneska geimmyndin af þessari stærðargráðu og fara tökur fram víðs vegar um landið.

Árni Björn Helgason.mynd/gva
Vinnie gerði garðinn frægan sem knattpyrnumaður og lék meðal annars með Leeds United og Chelsea áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu árið 1998 í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels og hefur síðan þá slegið í gegn í myndum á borð við Gone in 60 Seconds, Snatch og X-Men: The Last Stand.

Vinnie bætist í stóran hóp stjarna sem hafa heimsótt Ísland upp á síðkastið en þar má helst nefna hjartaknúsarann Ryan Gosling og kærustu hans Evu Mendes, leikkonuna Susan Sarandon og sjarmörinn Alexander Skarsgård.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×