Fótbolti

UEFA segir rautt spjald Elfars Árna standa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elfar Árni verður tromp Blika í síðari leiknum á Kópavogsvelli.
Elfar Árni verður tromp Blika í síðari leiknum á Kópavogsvelli. Mynd/Vilhelm

Elfar Árni Aðalsteinsson verður í leikbanni þegar Breiðablik sækir Aktobe heim í Kasakstan í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudag.

Elfar Árni fékk tvö gul spjöld í sigurleik Blika í Graz síðastliðinn fimmtudag. Fyrra spjaldið hefði hann hins vegar aldrei átt að fá enda ekki sá brotlegi í atvikinu sem dómarinn mat að spjalda ætti fyrir.

Atli Sigurðarson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðablik, staðfesti í samtali við Vísi í morgunsárið að Blikar hefðu kært fyrra gula spjaldið til Knattspyrnusambands Evrópu.

„Niðurstaðan var sú að spjaldið skyldi standa," segir Atli við Vísi. Elfar Árni verður því fjarri góðu gamni í ferðalaginu til Kasakstan en þess klárari í slaginn í síðari leiknum annan fimmtudag.


Tengdar fréttir

Hafður fyrir rangri sök

Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, verður að óbreyttu í leikbanni þegar Blikar sækja Aktobe frá Kasakstan heim í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.