Lífið

Rökkvi sigraði Geir Ólafs í glímu

Söngvarinn Geir Ólafsson og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson kepptu í glímu í húsakynnum Mjölnis hinn 13. júlí.

Allur ágóði rann óskertur til Barnaspítala Hringsins en alls söfnuðust 56.500 krónur.

Leikar fóru svo að Rökkvi fór með sigur af hólmi en lokastaðan var 6-1. Í annarri lotu fékk Rökkvi refsistig fyrir að spyrna óvart í punginn á Geir þegar hann gerði tilraun til þess að fella hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.