Fótbolti

Blikar áfram eftir viðburðarríkt jafntefli

Ellert skorar síðara mark sitt í fyrri leiknum á Kópavogsvelli.
Ellert skorar síðara mark sitt í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Mynd/Vilhelm

Breiðablik komst örugglega áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir 4-0 samanlagðan sigur á FC Santa Coloma frá Andorra.

Liðin skildu jöfn, 0-0, í síðari leiknum sem fór fram ytra nú síðdegis. Tvær vítaspyrnur fóru í súginn og heimamenn misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Nichlas Rohde gerðist fyrst brotlegur í teig í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Isma Quinones, leikmaður Santa Coloma, brenndi af vítaspyrnunni.

Quinones braut svo sjálfur á Kristni Jónssyni í upphafi síðari hálfleiks og uppskar fyrir það rautt spjald, auk þess sem vítaspyrna var dæmd. Sverrir Ingi Ingason steig á punktinn en náði ekki að skora úr vítinu.

Þar við sat, þó svo að Blikar hafi sótt meira í síðari hálfleik en í þeim fyrri.

Breiðablik mætir austurríska liðinu Sturm Graz í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram þann 18. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.