Fótbolti

Mark í uppbótartíma bjargaði ÍBV

Mynd/Daníel

Arnar Bragi Bergsson var hetja Eyjamanna sem unnu hádramatískan sigur á HB í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld. Markið dugði til að tryggja ÍBV sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Markið skoraði Arnar Bragi, sem kom inn á sem varamaður í síðari hálfeik, úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Arnar Bragi hefur enn ekki spilað með ÍBV í Pepsi-deildinni en hann kom til liðsins frá IFK Gautaborgar fyrir tímabilið og þykir þessi tvítugi piltur efnilegur.

Þetta var sanngjörn niðurstaða þar sem að ÍBV hafði sótt stíft í leiknum eftir rólegar fyrstu 30 mínútur. HB varðist grimmt enda hefði markalaust jafntefli dugað liðinu til að komast áfram.

Hermann Hreiðarsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn en hann heldur upp á 39 ára afmæli sitt í dag. Hann fékk áminningu á lokamínútum leiksins.

ÍBV mætir Rauðu stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.