Innlent

Jón Gnarr vill slíta sambandi við Moskvu vegna afstöðu til hinsegin fólks

Valur Grettisson skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr.

Staðgengill borgarstjóra lagði fram tillögu fyrir hönd Jóns Gnarr, borgarstjóra, á borgaráðsfundi í gær að endurskoða eða slíta samstarfssamningi Reykjavíkur og Moskvu. Það þýðir að borgarstjórinn leggur til að formleg stjórnmála- og menningartengsl Reykjavíkurborgar við Mosvku verði slitin.

Í fundargerð borgaráðs segir orðrétt:

„Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á síðustu misserum í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi er borgarlögmanni, mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur að breytingum á eða uppsögn samstarfssamnings Reykjavíkur og Moskvu, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið.“

Borgirnar tvær urðu „systurborgir“ í borgarstjórnartíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar árið 2007. Samstarfssamningurinn sem um ræðir kvað á um viðtækt samstarf á milli borganna tveggja. Bæði Vilhjálmur og áður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa heimsótt borgina í formlegum erindum.

Málinu var frestað á fundinum sem fram fór í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira