Fótbolti

Sif á afmæli í dag | Kaka eftir æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar

Sif Atladóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins, heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag. Hún er fædd 15. júlí 1985. Sif leikur með sænska liðinu Kristianstad en hún er dóttir landsliðsgoðsagnarinnar Atla Eðvaldssonar.

Sif fæddist í Düsseldorf í Vestur-Þýskalandi en faðir hennar lék sem atvinnumaður með Fortuna Düsseldorf.

Sif fékk alvöru afmælissöng á æfingu íslenska liðsins í morgun en þá var haldin opin æfing með fjölskyldum og vinafólki landsliðsstelpnanna.

Allur hópurinn stillti sér upp á mynd og söng síðan í kjölfarið afmælissönginn fyrir Sif. Þetta var fjölmennur og skemmtilegur afmælissöngur og Sif hafði örggulega gaman að þessu uppátæki þótt að hún hafi virkað svolítið vandræðaleg.

Það var síðan staðfest af Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, að Sif og hinar stelpurnar í landsliðinu fá afmælissköku eftir hádegismatinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.