Innlent

Jóhann G. Jóhannsson látinn

Jóhann G Jóhannsson er látinn 66 ára að aldri.
Jóhann G Jóhannsson er látinn 66 ára að aldri.

Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmaður, er látinn 66 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um árabil en lést á líknardeild í nótt.

Jóhann G. var fæddur 22. febrúar árið 1947 í Keflavík. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði árið 1965.

Á heimasíðu Jóhanns er ferill hans rakinn. Hann hóf tónlistarferilinn með Skólahljómsveit Samvinnuskólans haustið 1963 og var hljómsveitarstjóri hennar 1964-65. Jóhann gerðist tónlistarmaður að atvinnu árið 1966 með stofnun hljómsveitarinnar Óðmenn, sem söngvari og bassaleikari.

Á ferlinum lék hann með hljómsveitum á borð við Straumar, Óðmen, Musica Prima, Óðmenn II, Tatarar, Náttura og Póker.

Árið 1971 hélt hann sína fyrstu myndlistarsýningu og upp frá því vann hann jöfnum höndum að myndlist og tónlist.

Yfir 200 lög og textar hafa komið út eftir hann og hefur fjöldi þeirra notið mikilla vinsælda í flutningi ýmissa listamanna, auk hans sjálfs.

Eitt af frægustu lögum Jóhanns var lagið Don´t Try To Fool Me sem sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.