Innlent

Minnsta sólin í júní síðan árið 1995

Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 og er það 90 stundum undir meðaltali júnímánaða síðustu tíu ára.
Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 og er það 90 stundum undir meðaltali júnímánaða síðustu tíu ára. Mynd úr safni
Það var óvenju lítil sól var í Reykjavík í júní mánuði, eins og borgarbúar urðu varir við. Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 og er það 90 stundum undir meðaltali júnímánaða síðustu tíu ára. Svo sólarlítið hefur ekki verið í Reykjavík síðan árið 1995.

Meðalhiti júnímánaðar var 9,9 stig í Reykjavík, og er það 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu júnímánaða. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Óvenjuhlýtt var þó á Akureyri, meðalhitinn þar mældist 11,4 stig og hefur ekki verið svona hár í 60 ár.

Hlýtt hefur verið fyrstu sex mánuði ársins, meðalhiti í Reykjavík þessa mánuði er 4,2 stig og er það 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára.

Nánar um veðrið í júní á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×