Viðskipti innlent

Bjarni Ármannsson dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi

Valur Grettisson skrifar

Bjarni Ármannsson athafnamaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir stórfellt skattalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hann var fundinn sekur um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008.

Bjarni hefur þegar endurgreitt upphæðina og segir í dómsorði að ekki hafi legið ásetningur að baki brotinu.

Hann var að auki dæmdur til þess að endurgreiða tæplega 36 milljónir króna. Refsingin við brotinu er skilorðsbundin og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.