Félagsbústaðir fá 2,8 milljarða lán til að greiða upp skuldabréf

„Það tilkynnist hér með að Félagsbústaðir hf. hafa gert samning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. um lán að fjárhæð 2,8 milljarðar kr. í þeim tilgangi að fjármagna uppgreiðslu á skuldabréfaflokki FEL 97 í júní 2013 í samræmi við skilmála bréfanna.“
Þetta segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Ennfremur segir að Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem annast eignarhald og rekstur 2.212 félagslegra íbúða sem úthlutað er af velferðarsviði borgarinnar. Félagið var stofnað 1997 og hóf rekstur í júní, sama ár, með kaupum á 828 íbúðum af Reykjavíkurborg.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.