Fótbolti

Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér

Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar
Landsliðsþjálfarateymið.
Landsliðsþjálfarateymið. vísir/vilhelm

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli.

Aron Jóhannsson er ekki í leikmannahópnum en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin. Hann gaf því ekki kost á sér í leikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru í leikbanni. Þórarinn Ingi Valdimarsson er reynsluminnsti leikmaðurinn í hópnum en hann hefur aðeins spilað einn landsleik.

Fyrir neðan leikmannahópinn má sjá Twitter-færslur um það helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í dag.

Leikmannahópur Íslands á móti Slóveníu:

Markmenn

Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik

Hannes Þór Halldórsson, KR

Ögmundur Kristinsson, Fram



Varnarmenn  
                 

Birkir Már Sævarsson, SK Brann

Ragnar Sigurðsson FC Kaupmannahöfn

Kári Árnason, Rotherham United

Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FC Kaupmannahöfn

Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg

Ari Freyr Skúlason, Sundsvall

Hallgrímur Jónasson, Sønderjyske

Miðjumenn                    

Emil Hallfreðsson, Hellas Verona

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC

Helgi Valur Daníelsson, AIK

Rúrik Gíslason, FC Kaupmannahöfn

Birkir Bjarnason, Pescara Calcio

Ólafur Ingi Skúlason, SV Zulte Waregem

Þórarinn Ingi Valdimarsson, Sarpsborg 08

                        

Sóknarmenn                    

Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IFK Norrkoping

Arnór Smárason, Esbjerg fB

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC

Alfreð Finnbogason, sc Heerenveen

Fundurinn hefst klukkan 13.15 og er hægt að fylgjast með beinni Twitter-lýsingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×