Innlent

Vilja æfingaaðstöðu í Kópavogi

Jafet Örn Þorsteinsson er sá með rauðu hanskana.
Jafet Örn Þorsteinsson er sá með rauðu hanskana.

Síðustu helgi var haldið Íslandsmeistaramót í ólympískum hnefaleikum í Mjölniskastalanum.Þar tókust á fjölmargir hnefaleikakappar í helstu þyngdarflokkum. Jafet Örn Þorsteinsson sigraði í veltivigt og var hann einnig valinn hnefaleikamaður keppninnar. Jafet Örn æfir með Hnefaleikafélagi Kópavogs sem var stofnað fyrr á þessu ári og hefur æfingaaðstöðu í Árbænum. Félagið er þessa dagana að leita að hentugu húsnæði í Kópavogi.

Alþingi samþykkti í febrúar 2002 að leyfa ólympíska hnefaleika á Íslandi. Þeir höfðu þá verið bannaðir frá 1956, en höfðu þá verið stundaðir með hléum frá 1916. Það var Gunnar Ingi Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi sem sat þá á Alþingi og beitti sér mjög fyrir því að heimil yrði keppni og sýning á ólympískum hnefaleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×