Innlent

Vilja æfingaaðstöðu í Kópavogi

Jafet Örn Þorsteinsson er sá með rauðu hanskana.
Jafet Örn Þorsteinsson er sá með rauðu hanskana.

Síðustu helgi var haldið Íslandsmeistaramót í ólympískum hnefaleikum í Mjölniskastalanum.Þar tókust á fjölmargir hnefaleikakappar í helstu þyngdarflokkum. Jafet Örn Þorsteinsson sigraði í veltivigt og var hann einnig valinn hnefaleikamaður keppninnar. Jafet Örn æfir með Hnefaleikafélagi Kópavogs sem var stofnað fyrr á þessu ári og hefur æfingaaðstöðu í Árbænum. Félagið er þessa dagana að leita að hentugu húsnæði í Kópavogi.

Alþingi samþykkti í febrúar 2002 að leyfa ólympíska hnefaleika á Íslandi. Þeir höfðu þá verið bannaðir frá 1956, en höfðu þá verið stundaðir með hléum frá 1916. Það var Gunnar Ingi Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi sem sat þá á Alþingi og beitti sér mjög fyrir því að heimil yrði keppni og sýning á ólympískum hnefaleikum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.