Innlent

Lóan komin í Elliðaárdal

Heiðlóa við bakka Elliðaánna í dag, 21. apríl.
Heiðlóa við bakka Elliðaánna í dag, 21. apríl.

Hann kvaðst fyrst hafa heyrt hinn angurblíða söng lóunnar, hjarta sitt hafi þá tekið kipp, og hann gengið á hljóðið og fljótlega fengið staðfestan grun sinn. Lóurnar spókuðu sig í móa skammt frá bökkum Elliðaánna, ofan við gömlu Vatnsveitubrúna, ekki langt frá svæði Fáks, og voru þær því strangt til tekið í þeim hluta dalsins sem nefnist Víðidalur.

Fuglaáhugamaðurinn telur lóuna í ár um viku til tíu dögum seinna á ferðinni í Elliðaárdal miðað við undanfarinn áratug. Hún sé núna á svipuðum tíma og var fyrir síðustu aldamót, þegar hún var að koma í dalinn í kringum 20. apríl. Eftir aldamót hafi hún hins vegar verið fyrr á ferðinni, og fyrstu lóurnar yfirleitt sést milli 9. og 14. apríl, þar til núna.

Hann giskar á að kuldakastið að undanförnu og óhagstæðar vindáttir fyrir farfugla geti skýrt þessa seinkun lóunnar í ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×