Fótbolti

Alfreð í viðtali eftir leik: Valdi hollenskuna yfir enskuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/eredivisielive.nl
Alfreð Finnbogason var að sjálfsögðu í sviðsljósinu eftir leik SC Heerenveen um helgina en hann skoraði bæði mörk síns liðs í 2-1 endurkomusigri á NAC Breda en Heerenveen hækkaði sig um þrjú sæti með þessum sigri.

Alfreð var tekinn í sjónvarpsviðtal strax eftir leik og íþróttafréttamaðurinn spurði Alfreð hvort hann vildi taka viðtalið á ensku og hollensku. Alfreð valdi hollenskuna yfir enskuna og sjónvarpsmaðurinn var mjög ánægður með íslenska framherjann.

Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér en það er þó aðeins fyrir þá sem kunna hollensku eða vilja sjá íslenska framherjann spreyta sig á henni.

Alfreð hefur nú skorað sigurmarkið í tveimur leikjum í röð og Heerenveen hefur fyrir vikið hoppað upp um fimm sæti í tveimur umferðum. Liðið er nú í 9. sæti en var í 14. sæti fyrir aðeins tveimur umferðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×