Enski boltinn

Messan: Hver er búinn að vera bestur?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson fóru yfir það í Sunnudagsmessunni í gær hver hafi verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð en Óskar Hrafn var gestur þáttarins að þessu sinni.

Valið stóð á milli þeirra Garteh Bale hjá Tottenham, Robin van Persie hjá Manchester United og Luis Suárez hjá Liverpool. Suárez er orðinn markahæstur í deildinni en hann hefur skorað 21 mark og lagt upp átta til viðbótar. Van Persie hefur hinsvegar skorað 19 mörk og lagt upp 12 og Bale er með 16 mörk og 4 stoðsendingar.

„Ef að orðstír hans væri ekki eins laskaður og raun ber vitni, vegna utan og innan vallar hegðun, værum við þá eitthvað að ræða um það hver væri besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson meðal annars um Luis Suárez.

Hér fyrir ofan má sjá spjall strákanna og hvaða leikmann Hjörvar og Óskari Hrafn völdu sem besta leikmann deildarinnar til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×