Enski boltinn

Munurinn tólf stig á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez tryggði Manchester City 1-0 sigur á Aston Villa í lokaleik 28. umferðar í ensku úrvalsdeildnni í kvöld. Með sigrinum náði City að minnka forystu erkifjendanna í Manchester United í tólf stig.

City er ríkjandi Englandsmeistari og heldur því enn í veika von um að ná United að stigum áður en tímabilið klárast í vor.

Tevez skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Edin Dzeko, sem hafði unnið boltann af Ciaran Clark, varnarmanni Aston Villa.

City var líklegri aðilinn í síðari hálfleik en Yaya Toure komst næst því að skora þegar hann átti skot í stöng.

Aston Villa átti möguleika í dag að komast úr fallsæti en liðið er í átjánda sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×