Innlent

Bjarni fékk 79%

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%.

Bjarni, sem hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009, fékk eitt mótframboð. Það var frá Séra Halldóri Gunnarssyni sem hlaut 19 atkvæði eða 1,6%.

Það var þó Hanna Birna Kristjánsdóttir sem fékk næstflest atkvæði í kjörinu þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Hanna Birna fékk 224 atkvæði eða 18,8%. Halldór hvatti gesti fundarins til þess að kjósa Hönnu Birnu í gær.

Bjarni fékk 62% atkvæða í kjöri til formanns árið 2010. Þá bauð Pétur H. Blöndal sig fram gegn Bjarna. Í kjöri til formanns árið 2009 hlaut Bjarni 58% atkvæða en þá bauð Kristján Þór Júlíusson sig einnig fram.

Landsfundinum lýkur klukkan 16 í dag með ávarpi formanns.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn kjósa

Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.