Lífið

Hjálpa fólki í makaleit

Ellý Ármanns skrifar
Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Rakel Ósk Orradóttir eru konurnar á bak við vefinn Sambandsmidlun.is sem hjálpar fólki að finna ástina á internetinu. Nú þegar hafa hátt í 500 manns skráð sig á vefinn þeirra í leit að maka. Algengast er að fólk 30 ára og eldri leita til þeirra.

"Núna eins og er dettur mér strax eitt par í hug og það er alveg tíu ára aldursmunur á milli þeirra og þau segja bæði tvö að þau hefðu aldrei kynnst nema í gegnum Sambandsmiðlun. Þau eru á sitthvorum staðnum og gera sitthvora hlutina í lífinu. Hann til dæmis býr úti á landi og hún býr í Reykjavík. Þau leituðu bæði til okkar og við pöruðum þau saman. Það var ást við fyrstu sýn," segja þær meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þegar talið berst að Íslendingum sem hafa fundið ástina í gegnum vefinn.

Þau fundu hvort annað á Sambandsmiðlun.is.
"Það getur verið erfitt að finna sanna ást, en við hjá Sambandsmiðlun trúum því að allir geti fundið hina einu sönnu ást. Við höfum kynnt okkur íslenskan stefnumótamarkað og komist að því að margir einhleypir eru orðnir þreyttir á að þræða bari eða spjallvefi. Erfitt þykir að grisja út þá sem eru í heiðarlegri leit að maka og forðast þá sem villa á sér heimildir eða eru jafnvel einungis í leit að skammtíma skemmtun," stendur á vefsíðunni þeirra.

Sambandsmiðlun.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×