Tíska og hönnun

Smart í svörtu

Svo óvenjulega vill til að svartur virðist ætla að verða litur sumarsins í ár. En svart þarf ekki endilega að vera óspennandi, það er um að gera að vera frumleg og leika sér með samsetningarnar. Við skulum fá hugmyndir hjá nokkrum svartklæddum stjörnum.

Nicole Richie stígur ekki feilspor hvað varðar tísku. Hér er hún flott í svörtu leðurpilsi og doppóttum topp.
Demi Moore mætti í lærisháum svörtum leðurstígvélum og kjól í tískupartý á dögunum.
Rooney Mara var flott í svörtu frá toppi til táar og með rauðan varalit við.
Courtney Cox í kokteilpartýi í Los Angeles.
Alicia Keys í svörtum kjól og opnum skóm.
Tískufyrirmyndin Olivia Palermo í mjög flottu svörtu dressi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira