Viðskipti innlent

Þórlindur: Einfaldlega ekki boðlegt að vera með krónu í höftum

Magnús Halldórsson skrifar
„Fólk finnur fyrir ókostum krónunnar á eigin skinni. Það er ekki kostur í mínum huga að vera með krónu í höftum, það einfaldlega gengur ekki upp," segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórlindur er gestur nýjasta þáttar Klinksins og ræðir þar meðal annars um tillögur nefndarinnar sem hann stýrir, og hefur lagt fram fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 24. febrúar nk.

Eins og greint hefur verið frá leggur nefndin m.a. til að krónunni verði kastað, og alþjóðleg mynt tekin upp hér á landi.

Þórlindur segir að sú skoðun nefndarinnar, að taka þurfi upp alþjóðlega mynt hér á landi, snúist öðru fremur um hagsmunamat. Mun fleiri kostir fylgi því að vera með alþjóðlega mynt hér á landi en ókostir. „Viðskiptalíf heimsins hefur breyst hratt, og til framtíðar litið verður að vera hægt að vera með mynt í viðskiptalífinu hér á landi sem er skiptanleg á alþjóðamörkuðum. Annað er ekki boðlegt," segir Þórlindur m.a. í viðtalinu.

Sjá má Klinkið í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×