Innlent

Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð

Vilborg við upphaf ferðar.
Vilborg við upphaf ferðar.

Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku.
Hópurinn fékk veglegar móttökur þegar þau komu í tjaldbúðirnar og beið þeirra hátíðarkvöldverður og kampavín.

Veðrið á suðurpólnum hefur verið slæmt og voru göngugarparnir mjög heppnir að komast þaðan í gær því annars hefðu þau jafnvel getað orðið veðurteppt í einhverja daga segir á lifsspor.is, vefsíðu Vilborgar.

Hún bíður þess nú að komast með næsta flugi til Chile en von er á henni til landsins eftir um viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.