Handbolti

Umfjöllun og myndir: Spánn - Danmörk 35-19 | Spánverjar heimsmeistarar

Mynd/AFP

Spánn skellti Danmörku 35-19 í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Spánn var átta mörkum yfir í hálfleik 18-10 en yfirburðir Spánar voru ótrúlegir í leiknum.

Danir réðu ekkert við varnarmúr Spánar og höfðu aldrei neinar lausnir í leiknum. Á tíma stefndi í að Spánn gæti unnið leikinn með 20 marka mun en liðið slakaði á í lokin og einstaklingsframtakið fékk þá að ráða í sókninni.

Ekki nóg með að vörn og markvarsla Spánar var í sérflokki þá lék liðið frábærlega í sókninni og voru Spánverjar búnir að leysa 6-0 vörn Dana og fengu mörg auðveld mörk.

Gang leiksins má finna í leiklýsingu hér að neðan en fyrir utan stuttan kafla snemma leiks var Danmörk í raun aldrei inni í leiknum og ljóst hvert stefndi snemma leiks.

Joan Canellas lék frábærlega á miðjunni og var í raun hvergi veikan hlekk að finna í liði Spánar, jafnt í vörn sem sókn.

Henrik Möllgaard lék ágætlega á kafla fyrir Danmörku en annars var fátt um fína drætti í leik Evrópumeistaranna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.