Innlent

Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að gert hafi verið ráð fyrir að breytingar á reglugerð um lyfin gætu sparað 50 til 100 milljónir kr. á ári en það stefnir í að sparnaðurinn nemi 150 til 200 milljónum kr. Breytingarnar miða við að Sjúkratrygginga greiði aðeins fyrir hagkvæmustu lyfin.

Á síðasta ári fengu 10 þúsund einstaklingar ávísað geðrofslyfjum sem er svipaður fjöldi og árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×