Innlent

Í fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Logi Sívarsson.
Stefán Logi Sívarsson.
Tveir karlmenn, Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson, hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að nauðga stúlku, sem þá var nítján ára. Nauðgunin átti sér stað í lok árs 2011.

Samkvæmt ákæru héldu mennirnir stelpunni og skiptust á að þröngva henni til munnmaka við hvorn um sig á meðan hinn hafði við hana samræði. Stefán Logi var dæmdur í fimm ára fangelsi en Þorsteinn í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Mennirnir neituðu sök fyrir dómi en dómari taldi að framburður þeirra væri um margt misvísandi og ótrúverðugur. Skýrslur þeirra Stefáns og Þorsteins beri með sér að þeir hafi leitast við að samræma framburð sinn. Framburður þolanda sé hins vegar trúverðugur og sé studdur með skýrslu vitna.

Dómurinn segir að brotið hafi verið alvarlegt og háttsemin sérlega niðurlægjandi fyrir stúlkuna. Háttsemin hafi valdið stúlkunni mikilli andlegri vanlíðan og mennirnir sýnt einbeittan brotavilja.

Þeir Stefán Logi og Þorsteinn eiga báðir langa brotasögu að baki og hafa meðal annars verið dæmdir fyrir ofbeldisbrot.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×