Innlent

Færri horfðu á Áramótaskaupið

Gunnar Björn Guðmundsson
Gunnar Björn Guðmundsson

Um 77 prósent þjóðarinnar horfðu á Áramótaskaupið á Gamlárskvöld en það er þremur prósentustigum færri en í fyrra, þegar 80 prósent þjóðarinnar horfði á. Þetta má lesa út úr tölum Capacent Gallup yfir sjónvarpsáhorf í síðustu viku.

Árið 2010 horfði um 73 prósent þjóðarinnar á Skaupið og árið 2009 horfði 80 prósent þjóðarinnar á þennan vinsælasta sjónvarpsdagskrárlið ársins.

Gunnar Björn Guðmundsson var leikstjóri Áramótaskaupsins, líkt og síðustu fjögur ár.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.