Innlent

Vilborg vaknaði hress í morgun

JHH skrifar
Á góðri göngu.
Á góðri göngu.

Vilborg Arna Gissurardóttir vaknaði hress í morgun en hún hefur verið á göngu um margra vikna skeið og stefnir ótrauð á Suðurpólinn. Hún fann fyrir magakveisu í gær en lætur ekki deigann síga.

„Ég vaknaði hress i morgun, reyndar var matarlystin lítil en eg reyndi nú samt ad hafa mig alla við ad ná inn orku. Ég var óviss um hvernig mér myndi ganga þegar eg lagði af stað. en þad gekk nú bara vonum framar og eg skíðaði 18.5 km," segir Vilborg Arna. Hún segir að það hafi verið mjög kalt í dag og vindur beint i fangið c.a. 8-9 ms og því mikil vindkæling.

„Ég á nú eftir 2 daga a skíðunum og það eru um 37 km eftir á pólinn. Það er skrýtin tilfinning. Ég hlakka mikið til ad skoða pólstodina og tók með nokkra dollara svo eg gæti splæst í minjagrip," segir hún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.