Viðskipti innlent

Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman

Magnús Halldórsson skrifar
Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman.

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga var stofnað skömmu eftir hrunið haustið 2008, eða í byrjun árs 2009, en það rekur heimilisbókhaldshugbúnað þar sem notendur geta fylgst með tekjum sínum og útgjöldum, og reynt að spara þar sem það er mögulegt. Fyrirtækið hefur vaxið hratt, og eru starfsmenn þess nú orðnir yfir 30 talsins og tekjurnar að miklu leyti erlendis frá.

Fréttastofa fékk Meniga til þess að taka saman frumgögn sem sýna nokkuð glögga mynd af því hvernig notendur búnaðarins, sem eru um 30 þúsund á Íslandi, nota peninga sína. Sé sérstaklega horft til matarinnkaupa notenda, sést að notendur búnaðarins á landsbyggðinni eyða meiru fé á mánuði í matvöruverslunum heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og má gera ráð fyrir að hærra verðlag sé helsta skýringin á þessu.

Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Meniga, er gestur í Klinkinu á Vísi, þar sem hann ræðir meðal annars um mynstrið sem sést þegar gögnin eru skoðuð og rýnd.

Sjá má ítarlegt viðtal við Viggó, um starfsemi Meniga, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×