Innlent

Vodafone hækkaði á fyrsta degi

Skráning Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við upphaf viðskipta í gærmorgun. fréttablaðið/gva
Skráning Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við upphaf viðskipta í gærmorgun. fréttablaðið/gva
Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna.

Vodafone hefur undanfarin misseri verið að mestu í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Sjóðurinn seldi sextíu prósenta hlut í félaginu í útboði í byrjun desembermánaðar. FSÍ er enn stærsti einstaki eigandi Vodafone með 19,7 prósenta hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna kemur þar á eftir með 12,3 prósent og Ursus ehf., félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar, er þriðji stærsti eigandinn með 4,7 prósenta hlut.

Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Ómari Svavarssyni, forstjóra Vodafone, að með skráningu félagsins hafi ný atvinnugrein bæst við á hlutabréfamarkaðinn. „Skráningarferlið hefur á undanförnum mánuðum verið bæði krefjandi og gagnlegt. Við höfum velt við hverjum steini í rekstrinum og hlökkum til verunnar á hlutabréfamarkaðnum."- þsj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×