Innlent

Burlington langstærsti eigandinn

Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna.

Burlington er einnig á meðal stærstu kröfuhafa Kaupþings, sem á 2,03 prósenta kröfu á Glitni. Nafnvirði hennar er um 45 milljarðar króna. Þá er Burlington á meðal stærstu eigenda Klakka, áður Existu. Dótturfélag Klakka, Síminn hf., á 10,6 milljarða króna kröfu á Glitni, eða 0,47 prósent allra krafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×