Innlent

Þrír skólar fengu inneign í tölvubúð

Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, Fjóla Þorvaldsdóttir frá Furugrund og Anne Gilleran.
Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, Fjóla Þorvaldsdóttir frá Furugrund og Anne Gilleran.
Þrír skólar fengu í vikunni viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í eTwinning-áætlun Evrópusambandsins. Hver skóli fékk í verðlaun gjafabréf að andvirði 175 þúsund krónur í Tölvulistanum.

Áætlunin snýr að einföldu skólasamstarfi á netinu með hjálp upplýsingatækni og er hluti af menntaáætlun sambandsins. Anne Gilleran, stjórnandi kennslufræða eTwinning í Evrópu, afhenti verðlaunin á árlegri hátíð og ráðstefnu sem haldin var á Nauthóli síðasta fimmtudag. Leikskólinn Furugrund í Kópavogi var verðlaunaður fyrir verkefni um náttúruna, Flataskóli í Garðabæ fyrir verkefni sem endurspeglar Evróvisjón og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn fékk verðlaun fyrir verkefni um endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnin voru öll unnin með evrópskum samstarfsskólum.

Auk þess að veita verðlaunin flutti Gilleran fyrirlestur og hélt vinnustofu um eTwinning og starfsþróun kennara. Að auki sögðu íslenskir kennarar frá þýðingu eTwinning fyrir skólastarfið.- óká



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×