Innlent

Herða viðurlög vegna laumufarþega

Hælisleitendur hafa gert ítrekaðar tilraunir til að lauma sér með skipum til Bandaríkjanna. Mynd/Eimskip
Hælisleitendur hafa gert ítrekaðar tilraunir til að lauma sér með skipum til Bandaríkjanna. Mynd/Eimskip
Siglingaverndarráð hefur skilað innanríkisráðuneytinu umbeðnum tillögum um leiðir til úrbóta vegna ítrekaðra tilrauna útlendinga til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip félagsins.

„Tillögur siglingaverndarráðs fela í sér endurskoðun á verndarráðstöfunum við hafnir og mun ráðuneytið endurskoða viðurlög við brotum af því tagi sem komið hafa upp þegar menn hafa í óleyfi farið um lokuð hafnarsvæði og freistað þess að komast um borð í skip," segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins.

Tillögur siglingaverndarráðs fást ekki afhentar hjá ráðuneytinu. „Vegna sjónarmiða um að ekki sé rétt að upplýsa náið um atriði er varða öryggisatriði og ráðstafanir á sviði siglinga- og hafnarverndar er ekki unnt að verða við óskum um afhendingu bréfs siglingaverndarráðs vegna siglingaverndar og um innbrot á hafnarsvæði," segir Jóhannes.

„Settar eru fram nokkrar tillögur sem verða teknar til skoðunar hjá ráðuneytinu með það í huga hvort og þá hvernig unnt sé að hrinda þeim í framkvæmd. Stefnt er að því að hraða afgreiðslu þess."

Forstjóri Eimskips hefur sagt hugsanlegt að Bandaríkin banni siglingar frá Íslandi vestur um haf takist laumufarþegum að komast þangað með skipum héðan. - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×