Innlent

Bjuggumst alls ekki við þessu

Rafveitin RetRoBot vann Músíktilraunir 2012. Sveitin er skipuð nemendum úr FSu. Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Rafveitin RetRoBot vann Músíktilraunir 2012. Sveitin er skipuð nemendum úr FSu. Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson.

„Við bara fríkuðum út því við bjuggumst alls ekki við þessu,“ segir Daði Freyr. Kapparnir eru allir 19 ára gamlir og skólabræður úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (FSu).

Daði Freyr skilgreinir tónlist sveitarinnar sem elektrónískt indí-rokk en hann var einnig valinn Rafheili Músíktilrauna. Daði Freyr byrjaði sjálfur að spila síðasta sumar en sveitin var svo stofnuð í janúar.

Þetta er í þrítugasta sinn sem Músíktilraunir fara fram en sigurvegarar í gegnum tíðina hafa átt góðu gengi að fagna. Sem dæmi má nefna sveitina Of Monsters and Men sem skrifuðu undir samning við bandarísku útgáfuna Universal í fyrra en þau sigruðu árið 2010. „Við stefnum líka á heimsyfirráð, ekki spurning. Við höfum fengið góð viðbrögð og ætlum að vera duglegir að koma fram í nánustu framtíð.“ - áp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×