Innlent

Síld veður á land í Kolgrafafirði

Síldarflekkurinn nú síðdegis
Síldarflekkurinn nú síðdegis MYND/SKESSUHORN
Gríðarlegt magn af síld hefur synt á land og drepist í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í dag. Sjónarvottar segja að magn dauðrar síldar sé nú talið vera að minnsta kosti nokkur hundruð tonn.

Greint er frá þessu á vefsvæði Skessuhorns.

Skessuhorn hefur eftir ábúendum á Eiði við Kolgrafafjörð sem áætla að síldarflekkurinn nú síðdegis hafi verið um ferkílómetri að stærð.

Starfsmaður Hafró í Ólafsvík hefur í dag unnið að sýnatöku í firðinum.

Þá er haft eftir Runólfi Guðmundssyni hjá G.RUN að eitthvað óvenjulegt sé að gerast í firðinum. Þá telur hann ólíklegt að kenna megi súrefnisskorti um. G.RUN er sjávarútvegsfyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski.

Fleiri vísindamenn eru væntanlegir á svæðið í kvöld og á morgun. Þá verður hitastig og súrefni mælt auk sýni tekin af dauðri síld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×