Innlent

Verslunin Iceland gaf Lífsspori eina milljón

Á myndinni má sjá Jóhannes Jónsson eiganda Iceland ásamt Sigríði Sigmarsdóttur framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags og Ingrid Kuhlman formanni Lífs styrktarfélags.
Á myndinni má sjá Jóhannes Jónsson eiganda Iceland ásamt Sigríði Sigmarsdóttur framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags og Ingrid Kuhlman formanni Lífs styrktarfélags.
Forráðamenn matvöruverslunarinnar Iceland færðu í morgun Lífsspori eina milljón króna til styrktar Kvennadeild Landspítalans, í tilefni af opnun nýrrar verslunar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að þetta sé ein glæsilegasta gjöfin sem átakið hefur fengið til þessa, en það mun standa yfir á meðan á ferð Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn stendur. Vilborg, sem hóf gönguna á pólinn 20.nóvember s.l. tileinkar göngu sína Líf styrktarfélagi sem styður við uppbyggingu á Kvennadeild Landspítalans.

Fjöldi styrktaraðila hefur lagt sitt af mörkum eftir því sem liðið hefur á göngu Vilborgar á Suðupólinn en framlag Iceland-verslunarkeðjunnar er söfnuninni mikil hvatning.

Það var Jóhannes Jónsson og Guðrún Þórsdóttir eiginkona hans sem afhentu Líf styrktarfélagi framlagið í morgun en það ásamt öðrum framlögum í Lífsspori fer til uppbyggingar á Kvennadeild Landspítalans og verður þannig í þágu kvenna og fjölskyldna þeirra.

Söfnunarátakið Lífsspor er hugmynd Vilborgar Örnu Gissurardóttur en hún vill með langþráðri göngu sinni á Suðurpólinn, leggja sitt af mörkum til að efla hag þeirra kvenna á Íslandi sem þurfa að leita þjónustu Kvennadeildar Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×