Innlent

Verslunin Iceland gaf Lífsspori eina milljón


Á myndinni má sjá Jóhannes Jónsson eiganda Iceland ásamt Sigríði Sigmarsdóttur framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags og Ingrid Kuhlman formanni Lífs styrktarfélags.
Á myndinni má sjá Jóhannes Jónsson eiganda Iceland ásamt Sigríði Sigmarsdóttur framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags og Ingrid Kuhlman formanni Lífs styrktarfélags.

Forráðamenn matvöruverslunarinnar Iceland færðu í morgun Lífsspori eina milljón króna til styrktar Kvennadeild Landspítalans, í tilefni af opnun nýrrar verslunar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að þetta sé ein glæsilegasta gjöfin sem átakið hefur fengið til þessa, en það mun standa yfir á meðan á ferð Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn stendur. Vilborg, sem hóf gönguna á pólinn 20.nóvember s.l. tileinkar göngu sína Líf styrktarfélagi sem styður við uppbyggingu á Kvennadeild Landspítalans.

Fjöldi styrktaraðila hefur lagt sitt af mörkum eftir því sem liðið hefur á göngu Vilborgar á Suðupólinn en framlag Iceland-verslunarkeðjunnar er söfnuninni mikil hvatning.

Það var Jóhannes Jónsson og Guðrún Þórsdóttir eiginkona hans sem afhentu Líf styrktarfélagi framlagið í morgun en það ásamt öðrum framlögum í Lífsspori fer til uppbyggingar á Kvennadeild Landspítalans og verður þannig í þágu kvenna og fjölskyldna þeirra.

Söfnunarátakið Lífsspor er hugmynd Vilborgar Örnu Gissurardóttur en hún vill með langþráðri göngu sinni á Suðurpólinn, leggja sitt af mörkum til að efla hag þeirra kvenna á Íslandi sem þurfa að leita þjónustu Kvennadeildar Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.