Handbolti

Gústaf ætlar að labba upp á hótel tapist leikurinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Gústaf Adolf Björnsson og Ágúst Jóhannsson.
Gústaf Adolf Björnsson og Ágúst Jóhannsson. Mynd/Stefán

Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sagði í viðtali við heimasíðu EM í Serbíu að hann ætlaði að labba heim á hótel tapi íslenska liðið á móti Svarfjallalandi í kvöld.

Villa Breg hótelið er staðsett efst upp á hæð fyrir ofan íþróttahöllina og það er brattur stígur sem liggur frá keppnishöllinni og upp á hótelið. Það má búast við því á Ágúst þjálfari verði með Gústaf í „fjallgöngunni" fari illa í leiknum í kvöld.

Gústaf Adolf sagði ennfremur í þessu viðtali að endurkoma Karenar Knútsdóttur úr meiðslum skipti íslenska liðið gríðarlega miklu máli. „Hún er lykilmaður í okkar sóknarleik, við þurfum á hennar hugmyndum og útsjónarsemi að halda," sagði Gústaf Adolf.

Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 17.05 að íslenskum tíma.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.