Handbolti

Gústaf ætlar að labba upp á hótel tapist leikurinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Gústaf Adolf Björnsson og Ágúst Jóhannsson.
Gústaf Adolf Björnsson og Ágúst Jóhannsson. Mynd/Stefán
Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sagði í viðtali við heimasíðu EM í Serbíu að hann ætlaði að labba heim á hótel tapi íslenska liðið á móti Svarfjallalandi í kvöld.

Villa Breg hótelið er staðsett efst upp á hæð fyrir ofan íþróttahöllina og það er brattur stígur sem liggur frá keppnishöllinni og upp á hótelið. Það má búast við því á Ágúst þjálfari verði með Gústaf í „fjallgöngunni" fari illa í leiknum í kvöld.

Gústaf Adolf sagði ennfremur í þessu viðtali að endurkoma Karenar Knútsdóttur úr meiðslum skipti íslenska liðið gríðarlega miklu máli. „Hún er lykilmaður í okkar sóknarleik, við þurfum á hennar hugmyndum og útsjónarsemi að halda," sagði Gústaf Adolf.

Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 17.05 að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×