Erlent

Curiosity étur sand í þágu vísindanna

Jarðvegur Mars eru að mestu úr blágrýti, sem er tegund basalts og er algengt gosberg hér á jörðinni.
Jarðvegur Mars eru að mestu úr blágrýti, sem er tegund basalts og er algengt gosberg hér á jörðinni. MYND/NASA

Jarðvegur Mars, ef marka má rannsóknir Curiosity, vitjeppa NASA, er áþekkur þeim sem finna má á Íslandi.

Frá því að Curiosity lenti á Mars snemma í ágúst síðastliðnum hefur þessi færanlega rannsóknarstöð rúntað löturhægt um auðnir rauðu plánetunnar. Alls hefur Curiosity ferðast um 480 metra.

Á síðustu vikum hefur vitjeppinn hafið rannsóknir sínar en þær felast meðal annars í því að skjóta röntgengeislum á jarðveg Mars og að innbyrða sandinn.

Vonast er til að jarðvegssýnin varpi ljósi á jarðfræðilega forsögu Mars.

Rétt eins og kenningar vísindamanna gerðu ráð fyrir hafa niðurstöður úr rannsóknum Curiosity sýnt fram á að jarðvegur rauðu plánetunnar eru að mestu úr blágrýti, sem er tegund basalts og er algengt gosberg hér á jörðinni — þá sérstaklega þeim eldfjallajarðvegi sem finna má á Íslandi.

Þeir sem vilja kynna sér vitjeppann Curiosity og rannsóknir hans á Mars er bent á að kynna sér umfjöllun Sævars Helga Bragasonar, en hana má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.