Innlent

Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir að framtíðin sé óráðin - en ljóst sé að hún ætli ekki að gefa kost á sér í prófkjörinu í Reykjavík.

Spurð hvort að með þessari ákvörðun sé hún að hætta í stjórnmálum segir hún: „Ég hef ákveðið þetta núna og svo sjáum við bara til hvað setur," segir hún.

Ásta Ragnheiður hefur setið á Alþingi frá árinu 1995, bæði fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. Hún hefur verið forseti Alþingis á yfirstandandi kjörtímabili. Þá var hún félagsmálaráðherra árið 2009.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.