Fótbolti

Hannes: Stefni á að spila erlendis

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hannes hefur farið mikinn með landsliðinu.
Hannes hefur farið mikinn með landsliðinu. Mynd/Hag

Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með.

Hannes fór á reynslu til danska félagsins Randers á dögunum og stóð sig vel en Hannes hefur leikið frábærlega með íslenska landsliðinu að undanförnu og hefur sýnt að hann á fullt erindi í atvinnumensku.

„Ég fer aftur út nóvember og spila þá tvo varaliðsleiki. Þetta er mjög flottur klúbbur og það væri stórt skref upp á við ef ég færi þangað,“ sagði Hannes á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag.

„Ég stefni á að spila erlendis og það væri gaman að komast í atvinnumennsku í nokkur ár. Það er planið,“ bætti Hannes við.

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er viss um að Hannes eigi fullt erindi út.

„Hannes hefur komið mér hvað mest á óvart af öllum leikmönnunum í liðinu. Hann hefur gert ein stór mistök í sex leikjum með landsliðinu. Ég væri mjög hissa ef hann fer ekki í atvinnumennsku, sérstaklega þegar hann leikur svona vel með landsliðinu. Ein stór mistök í sex leikjum er mjög gott,“ sagði Lagerbäck um markvörðinn sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.