Viðskipti innlent

Enn engir samningar um Hörpuhótelið

BBI skrifar
Mynd/Anton
Enginn samningur um fyrirhugaða hótelbyggingu við Hörpu liggur fyrir. Óvissa ríkir um hvort fjárfestir frá Abu Dhabi geti komið að verkefninu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að mikilvægt sé fyrir ráðstefnustarfsemi Hörpunnar að hótelið rísi en þó standi rekstur Hörpunnar ekki og falli með því. „Við erum til dæmis með mjög góða ráðstefnubókanir á næsta ári. Það er til slatti af hótelum í Reykjavík sem betur fer," segir Halldór.

Í sumar bárust fréttir af því að Harpan væri rekin með rúmlega 400 milljóna króna halla í ár. Einnig kom fram að til stæði að reisa gríðarstórt hótel við hlið Hörpunnar og það myndi bæta afkomu hennar til muna.

Hér er tölvuteikning af hótelinu sem til stendur að reisa.
Í Viðskiptablaðinu í dag er hins vegar fjallað um að ekki liggur fyrir neinn samningur um byggingu hótelsins. Byggingarrétturinn var boðinn út árið 2011 en fyrirtækið sem varð hlutskarpast ætlaði sér aldrei að fjárfesta sjálft í hótelinu heldur fá aðra fjárfesta í verkefnið. Fjárfestirinn sem ætlaði að koma að hótelinu er hins vegar frá Abu Dhabi og menn óttast að aðili utan EES svæðisins fái ekki öll tilskilin leyfi vegna fjárfestingarinnar. Því var hætt við að skrifa undir samning um bygginguna sem átti að gera í apríl á þessu ári.

Því er ekkert fast í hendi um byggingu hótelsins sem á að bæta afkomu Hörpunnar samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×