Fótbolti

Svisslendingar með fullt hús og hreint mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xherdan Shaqiri skoraði fyrir Sviss í kvöld.
Xherdan Shaqiri skoraði fyrir Sviss í kvöld. Mynd/AFP
Svisslendingar byrja afar vel í riðli Íslands í undankeppni EM í fótbolta en Sviss vann 2-0 heimasigur á Albaníu í kvöld. Svisslendingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína 2-0 og eru því einir í riðlinum með fullt hús og hreint mark.

Xherdan Shaqiri, leikmaður Bayern Munchen, skoraði fyrra markið á 22. mínútu leiksins en það síðara skoraði fyrirliðinn Gökhan Inler á 68. mínútu en hann leikur með Napoli. Inler skoraði einnig í fyrsta leiknum þegar Sviss vann 2-0 í Slóveníu.

Albanar voru til alls líklegir fyrir þennan leik eftir 3-1 sigur á Kýpur í fyrsta leiknum á föstudaginn. Svisslendingar eru hinsvegar með gríðarlega sterkt lið undir stjórn Ottmar Hitzfeld og líklegir til að stinga af í riðli Íslands ef fram heldur sem horfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×