Innlent

Aðeins dregur úr leitinni fyrir norðan í dag

Aðeins mun draga úr umfangi fjárleitarinnar á Norðausturlandi í dag frá því sem verið hefur.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að leitin í gær hafi gengið eftir áætlun og að í dag verði stefnt að því að hvíla þá leitarmenn sem hafa verið á vettvangi alla vikuna. Um tvöhundruð björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær.

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Stóru-Tjörnum verðu opin í dag en stöðinni í Reykjahlíðarskóla verður lokað.

Hvað rafmagnsmálin varðar var stefnt að því að allra síðustu bæirnir kæmust í samband á ný í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×