Innlent

Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir

Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi.

Gunnlaugur og eiginkona hans stefndu Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslna
sem birtist á dv.is á síðasta ári. Gunnlaugur og eiginkona hans þurfa að greiða Teiti eina og hálfa milljón í málskostnað.

Skrifin byggðust að stærstu leyti á umfjöllun Agnesar Bragadóttir í Morgunblaðinu árið 1998 um Kögunamálið, þar sem Gunnlaugur var sagður hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem framkvæmdastjóri Kögunar.

Sigríður Rut Júlíusdóttir verjandi Teits.

Við aðalmeðferð málsins sagðist Gunnlaugur aldrei hafa sölsað undir sig Kögun, eins og Teitur hafi gefið í skyn. Þá hefði skrifin dregið úr trúverðugleika hans sem viðskiptamanns.

Teitur sagði við aðalmeðferðina að honum fyndist umfjöllun um Kögun eiga fullt erindi í þjóðfélagsumræðuna á umbrotatímum líkt og í dag. Ástæða þess að hann skrifaði upphaflega um það var að sonur Gunnlaugs, Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, ræddi um þá sem vildu semja um Icesave sem elítu, en Teitur hefði sjálfur alltaf litið á Sigmund sem hluta af elítunni.

Hvorki Gunnlaugur né Teitur voru viðstaddir dómsuppsögu í dag.


Tengdar fréttir

Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun

Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.