Viðskipti innlent

"Smálán eru af hinu illa"

Breki Karlsson
Breki Karlsson
„Smálán eru af hinu illa. Öll viðskipta eiga að ganga út á það að báðir aðilar hagnist á þeim. En í viðskiptum sem þessum þá stendur annar aðili höllum fæti." Þetta segir Breki Karlsson, hagfræðingur og forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um smálánastarfsemi á Íslandi.

Breki segir fólk oft á tíðum nota smálánin í neyð og undir þrýstingi. Þá segir hann að mörg hundruð prósenta ávöxtun á útlánum smálánafyrirtækjanna sé vafasöm.



Breki bendir á að stjórnmálamenn í Finnlandi vinni nú að frumvarpi til laga sem takmarki vexti á lánum undir eitt þúsund evrum — það sem nemur 148 þúsund krónum — við fimmtíu prósent.

„Ég er ekki mikill talsmaður hafta en hvað varðar smálánafyrirtækin þá vil ég helst að löggjöf verði sett sem þurrki þau út af kortinu," segir Breki.

Þá segir hann viðskiptahætti smálánafyrirtækjanna minna á okurlánastarfsemi.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Breka í heild sinni hér fyrir ofan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×