Stöð 2

Þrjár nýjar sjónvarpsstöðvar

Stöð 2 Krakkar, PoppTíví og Stöð 2 Gull.
Stöð 2 Krakkar, PoppTíví og Stöð 2 Gull.

PoppTíví - sjóðheitir nýir erlendir og innlendir þættir
Sjónvarpsstöðin PoppTíví tekur stakkaskiptum en þar verður í fyrsta sinn boðið upp á veglega sjónvarpsdagskrá sem samanstendur af frumsýningum á mörgum að vinsælustu sjónvarpsþáttum fyrir ungt fólk í dag. Vinsælir þættir á borð við The Vampire Diaries, Step It Up and Dance, American Dad, The Cleveland Show, Supernatural, Pretty Little Liars, og Gossip Girl verða þarna í aðalhlutverki auk fjölda annarra þátta.

Aðalsmerki PoppTíví verður ferskleiki og mun hún miða að því að bjóða áskrifendum uppá ferskasta, léttasta, skemmtilegasta og umtalaðasta sjónvarpsefni hverju sinni, jafnt erlent sem innlent. Tónlistarþátturinn Íslenski listinn og kvikmyndaþátturinn Sjáðu verða á PoppTíví auk þess sem þeir Ólafur og Sverrir ganga til liðs við stöðina með þáttinn sinn GameTV.

Þá verður stefnt sérstaklega að því að bjóða uppá innlenda dagskrá sem verður gerólík því sem gerist á öðrum stöðvum – allt í senn yngri, ferskari, nýstárlegri og meira ögrandi. Tónlistarmyndböndin verða svo ekki langt undan og munu enn prýða stöðina frameftir degi.

Ari Edwald, Skoppa og Skrítla fögnuðu því þegar Stöð 2 Krakkar fór í loftið í dag.

Stöð 2 Krakkar - Talsett og textað barnaefni alla daga vikunnar
Stöð 2 Krakkar er fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út talsett eða textað barnaefni alla daga vikunnar, frá morgni til síðdegis. Íslenska barnaefnið með Sveppa, Íþróttaálfinn og Skoppu og Skrítlu í broddi fylkingar mun einnig skipa stóran sess.

Meðal þátta sem boðið verður uppá á er Dóra landkönnuður, Diego, Mörgæsirnar frá Madagascar, Lína Langsokkur, Skoppa og Skrítla, Sveppi, Latibær og Doddi. Uppúr hádegi verður hin vinsæla Disney Channel send út á stöðinni, en meðal þátta sem þar eru á boðstólnum eru Phineas og Ferb, Hanna Montana, Kim Possible og Shake it Up.

Stöð 2 Gull – valdir þættir úr safni Stöðvar 2 og úrval klassískra erlendra þátta
Á Stöð 2 Gull verður að finna úrval klassískra sjónvarpsþátta, jafnt innlendir sem erlendir. Þar mun áskrifendum gefast tækifæri til að endurnýja kynnin við marga af vinsælustu innlendu þáttum stöðvarinnar í gegnum tíðina eða jafnvel kynnast þeim í fyrsta sinn.

Þá mun Stöð 2 Gull bjóða uppá úrval af bestu og vinsælustu erlendum þáttum síðari ára; hvort sem um er að ræða gamanþætti, spennuþætti, skemmtiþætti eða vandaða fræðslu og heimildaþætti. Útsendingin hefst klukkan 17 og meðal þátta sem á stöðinni verða eru Ellen, Curb Your Enthusiasm, The Sopranos, Two And a Half Men, Steindinn okkar, Spurningabombann, The Drew Carey Show og fleiri.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.