Viðskipti innlent

Ekki útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpu

Magnús Halldórsson skrifar

Ekki er útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpunni eftir að eigendastefna hússins hefur verið endurskipulögð. Fasteignagjöld, sem renna til borgarinnar, nema næstum helmingi af árlegu rekstrarframlagi ríkis og borgar til hússins.

Til stendur að endurskipuleggja yfirstjórn tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í haust, samhliða stefnumótunarvinnu og breyttum áherslum nýs forstjóra, Halldórs Guðmundssonar. Í þeirri vinnu verður ekki síst horft til þess að minnka yfirbygginguna, lækka rekstrarkostnað og styrkja rekstrargrundvöll til framtíðar litið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars horft til þess að ríkið geti eignast stærri hlut í Hörpunni heldur en nú, þar sem hækkun fasteignagjalda, upp í tæplega 340 milljónir króna á ári, þýði í reynd að reksturinn hvíli mun meira á herðum ríkisins heldur en borgarinnar, en heildarframlag ríkis og borgar til hússins nemur ríflega 980 milljónum króna á ári.

Ríkið á nú 54 prósent hlut í Hörpunni en Reykjavíkurborg 46 prósent. Áætlun um betri rekstur Hörpunnar í framtíðinni hvílir ekki síst á því að hótel rísi við hlið Hörpunnar, en áformað er að bygging þess, sem verður rekið undir merkjum Marriot-hótelkeðjunnar, hefjist á upphafsmánuðum næsta árs.

Uppbyggingin við hótelið mun kosta tæpa átta milljarða, með byggingarréttarkostnaði, en svissneska félagið World Leisure Investment, átti hæsta boð í byggingarrétt á reitnum við hlið Hörpunnar og greiddi fyrir hann 1,8 milljarða króna.

Nú er unnið að því að ljúka síðustu atriðum í samningum um uppbyggingu hótelsins, m.a. sem snýr að samningum við rekstraraðila hússins, sem verður annar aðili en eigandi þess, líkt og algengt er með hótelrekstur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.