Innlent

Guðrún orðin fyrsti kvenkyns bæjarstjóri Hafnafjarðar

BBI skrifar
Guðrún tekur hýr við lyklunum af sposkum Guðmundi.
Guðrún tekur hýr við lyklunum af sposkum Guðmundi. Mynd/Hafnarfjarðarbær

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var í dag ráðin bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hún tekur við af Guðmundi Rúnari Árnasyni sem hefur verið bæjarstjóri frá því í júlí 2010. Bæjarstjóraskiptin eru hluti af samkomulagi sem meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna í Hafnarfirði gerðu í upphafi kjörtímabilsins.

Guðrún er fyrst kvenna í 104 ára sögu bæjarins til að gegna stöðu bæjarstjóra. Guðmundur Rúnar hefur þegar afhent Guðrúnu Ágústu lyklana af ráðhúsinu og mun hún mæta til vinnu kl. 08.00 í fyrramálið.

Undanfarin ár hefur Guðrún starfað sem sviðsstjóri fjölmiðlagreina við Flensborgarskólann í Hafnarfirði ásamt því að vera bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græna. Guðrún Ágústa hefur setið í bæjarstjórn síðan 2006, verið formaður bæjar- og fjölskylduráðs og formaður í stjórn Strætó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.